Rauðvik á við dopplerhrif ljóss þegar bylgjulengdin eykst (þ.e. ljósið virðist rauðara) vegna þess að ljósgjafinn fjarlægist athugandann. Í stjörnufræði má greina rauðvik fjarlægra geimfyrirbæra með því að bera litróf þeirra sama við litróf á jörðu, en rauðvik virðist aukast með fjarlægð geimfyrirbæris. Rauðvik geimfyrirbæra er skýrt með því að þau fjarlægjast hvert annað með hraða, sem vex með fjarlægðinni. Rauðvik fjarlægra vetrarbrauta er talið stafa af útþenslu alheims allt frá dögum miklahvells. Rauðvik getur einnig orðið á ljósi sem fer um þyngdarsvið massamikis geimfyrirbæri, t.d. svarthols. Rauðvik er andstæða bláviks.

Rauðvik þegar hlutur fjarlægist athuganda og blávik þegar hlutur nálgast athuganda.

Heimildir breyta

  • „Hvað eru Doppler-hrif og hvernig getum við séð að stjarna er á leið til okkar eða frá?“. Vísindavefurinn.