Rauðinúpur er 73 m hátt bjarg með stóra gígskál á Melrakkasléttu. Þar er mikið fuglalíf í rauðu bergi og tegungir eins og lundi og hafsúla. Á Rauðanúpi er viti og endurvarpsstöð sjónvarps. Við norðausturhorn hans er drangurinn Karlinn sem er nærri jafnhár núpnum. Drangurinn hefur til margra ára verið nefndur Jón Trausti eftir rithöfundinum Guðmundi Magnússyni sem tók sér skáldanafnið Jón Trausti. Hann dvaldi unglingsár sín í bænum Núpskötlu sem er austan Rauðanúps á eiði milli Kötluvatns og sjávar.

Síða úr ljóðabók Jóns Trausta Íslandsvísur með ljóðinu Ég ólst upp við sjóinn myndskreyttu af Þórarni B. Þorlákssyni. Ljóðið fjallar um æskustöðvar Jóns Trausta á bænum Núpskötlu sem er austan Rauðanúps.

Heimild breyta