Rauðeygur trjáfroskur
Rauðeygur trjáfroskur (fræðiheiti: Litoria chloris) er trjáfroskur sem lifir í austurhluta Ástralíu á svæðinu frá Sidney til Proserpine í Queensland. Hann er grænn á baki með gulum blettum og skærgulur á kviðnum. Lærin dökkna á fullorðnum froskum og geta orðið frá bláum út í svart. Augun eru gul í miðju og rauð út til jaðranna.
Rauðeygur trjáfroskur | ||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Ástand stofns | ||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||
| ||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||
Litoria chloris Boulenger, 1892 | ||||||||||||||
Útbreiðsla
| ||||||||||||||
Samheiti | ||||||||||||||
Dryomantis chloris |
Rannsóknir hafa sýnt að efni úr húð trjáfrosksins eyðir alnæmisfrumum án þess að heilbrigðar frumur skaddist. Efnið er það sama og finnst í ástralska græna trjáfrosknum en rauðeygi trjáfroskurinn framleiðir það í meira magni.