Rauðeygur trjáfroskur

Rauðeygur trjáfroskur (fræðiheiti: Litoria chloris) er trjáfroskur sem lifir í austurhluta Ástralíu á svæðinu frá Sidney til Proserpine í Queensland. Hann er grænn á baki með gulum blettum og skærgulur á kviðnum. Lærin dökkna á fullorðnum froskum og geta orðið frá bláum út í svart. Augun eru gul í miðju og rauð út til jaðranna.

Rauðeygur trjáfroskur

Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Froskdýr (Amphibia)
Ættbálkur: Froskar (Anura)
Ætt: Lauffroskar (Hylidae)
Ættkvísl: Litoria
Tegund:
L. chloris

Tvínefni
Litoria chloris
Boulenger, 1892
Útbreiðsla
Útbreiðsla
Samheiti

Dryomantis chloris
Wells and Wellington, 1985

Rannsóknir hafa sýnt að efni úr húð trjáfrosksins eyðir alnæmisfrumum án þess að heilbrigðar frumur skaddist. Efnið er það sama og finnst í ástralska græna trjáfrosknum en rauðeygi trjáfroskurinn framleiðir það í meira magni.

  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.