Rannsóknarnefnd samgönguslysa

(Endurbeint frá Rannsóknarnefnd flugslysa)

Rannsóknarnefnd samgönguslysa er ríkisstofnun sem sinnir rannsókn flugslysa, sjóslysa og umferðaslysa á Íslandi til að leiða í ljós orsakir samgönguslysa og samgönguatvika, en ekki að skipta sök eða ábyrgð. Markmiðið er að fækka slysum og auka öryggi í samgöngum með því að efla og bæta slysarannsóknir. Nefndin heyrir stjórnsýslulega undir Samgönguráðherra, en starfar sjálfstætt og óháð stjórnvöldum og öðrum rannsóknaraðilum, ákæruvaldi og dómstólum.

Með lögum um rannsókn samgönguslysa nr. 18/2013 var starfsemi Rannsóknarnefndar flugslysa, Rannsóknarnefndar sjóslysa og Rannsóknarnefndar umferðarslysa sameinuð undir Rannsóknarnefnd samgönguslysa. Nefndirnar þrjár sameinaðar voru sameinaðar í eina sjö manna rannsóknarnefnd samgönguslysa.

Rannsókn nefndarinnar miðar eingöngu að því að leiða í ljós orsakir samgönguslysa og samgönguatvika, en ekki að skipta sök eða ábyrgð. Markmiðið er að draga úr hættu á sams konar slysum og atvikum og afleiðingum sambærilegra slysa.

Hjá Rannsóknarnefndinni starfa 7 manns, það er 6 rannsakendur og einn móttökuritari. Höfuðstöðvar hennar eru í húsi Flugbjörgunarsveitar Reykjavíkur að Flugvallarvegi 7, í Reykjavík.

Tenglar

breyta