Relluætt
Relluætt (fræðiheiti Rallidae) er ætt fugla sem skipt er í tvær undirættir. Af annarri er eingöngu til ein tegund sem lifir í Afríku en hin er rellur (rallinae). Til hægðarauka er rellum stundum skipt í tvo hópa, eiginlegar rellur og svo vatnahænsn en reyndar eru ekki glögg skil á milli þeirra. Á íslensku eru vatnahænsn með viðskeytið -hæna en rellur með viðskeytið -rella. Rellur eru einsleitur hópur fugla, felugjarnir fuglar þannig á lit að auðvelt er að fela sig í gróðri. Vatnahænsn eru meira áberandi og mörg þeirra eru litskrúðug. Vistsvæði flestra rellna er votlendi eða þéttur skógur, sérstaklega þar sem gróður er mikill.
Rellur og vatnahænsn | ||||||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Gallinula tenebrosa
| ||||||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||||||
|
Rellur eru flugþolnir fuglar og hafa numið lönd á mörgum úthafseyjum og myndað þar nýjar tegundir sem sumar eru nú útdauðar. Keldusvín (Rallus aquaticus) er dæmigerð rella en nafnið endar ekki á rella vegna þess að þetta er gamalt nafn í íslensku þar sem keldusvín var einu sinni alltíður varpfugl á Íslandi. Nafni fuglsins engjasvín var hins vegar breytt í engirella í Fuglabók AB þar sem sá fugl var lítt þekktur á Íslandi og nafnið hafði enga hefð í íslensku.
Á Íslandi hafa fundist þessar tegundir
- Keldusvín Rallus aquaticus Sjaldséð
- Dílarella Porzana porzana Sjaldséð
- Engirella Crex crex Sjaldséð við hættumörk
- Sefhæna Gallinula chloropus Sjaldséð
- Flóðhæna Porphyrio martinica Sjaldséð
- Bleshæna Fulica atra Sjaldséð
- Kolhæna Fulica americana Sjaldséð