Rakhnífur Ockhams
Rakhnífur Ockhams (eða rakhnífur Occhams) (lat. lex parsimoniae: sparsemislögmálið) er regla í vísindum sem fæst við að uppræta óþarfa og flækjur við útskýringar á fyrirbæri. Með „rakhnífnum“ skera menn burt óþarfa svo eftir standi aðeins sú útskýring sem er einföldust og liggur beinast við. Rakhnífur Ockhams er kenndur er við Vilhjálm af Ockham sem var enskur fransiskusmunkur, skólaspekingur og guðfræðingur.