Ragnar Bjarnason - Föðurbæn sjómannsins
Ragnar Bjarnason - Föðurbæn sjómannsins er 45-snúninga hljómplata gefin út af SG - hljómplötum árið 1967. Á henni flytur Ragnar Bjarnason og hljómsveit hans fjögur lög eftir Þórunni Franz.
Ragnar Bjarnason - Föðurbæn sjómannsins | |
---|---|
![]() | |
![]() Bakhlið | |
SG - 519 | |
Flytjandi | Ragnar Bjarnason |
Gefin út | 1967 |
Stefna | Dægurlög |
Útgefandi | SG - hljómplötur |
Hljóðdæmi | |
LagalistiBreyta
- Mamma - Texti: Ólafur Gaukur
- Ég sakna þín - Texti: Valgerður Ólafsdóttir
- Föðurbæn sjómannsins - Texti: Árelíus Níelsson
- Ísland - Texti: Árelíus Níelsson
Textabrot af bakhlið plötuumslagsBreyta
Þórunn Franz vakti fyrst athygli sem dœgurlagahöfundur fyrir rúmum tíu árum þegar lag hennar Bergmál náði vinsœldum. Síðan gerði Þórunn nokkur lög, sem ýmist voru kynnt á dansleikjum eða í útvarpsþáttum, en eitt þessara laga náði fádœma vinsœldum er það var gefið út á SG-hljómplötu, sungið af þeim Elly Vilhjálms og Ragnari Bjarnasyni. Þetta var lagið Farmaður hugsar heim með hinum fallega texta Árelíusar Níelssonar. — Á þessari hljómplötu syngur Ragnar Bjarnason fjögur ný lög eftir Þórunni Franz. Árelíus hefur gert texta við tvö þeirra og ekki tekizt síður upp en við Farmaður hugsar heim. Ólafur Gaukur gítarleikari hefur gert þriðja textann, er það við lagið Mamma. En hann hefur gert allmarga texta síðustu mánuðina, sem náð hafa miklum vinsœldum. Fjórði textinn er eftir Valgerði Ólafsdóttur, sem löngu er kunn fyrir góða texta við dœgurlög. Það er SG-hljómplötum sérstakt ánœgjuefni að kynna þessi nýju lög Þórunnar. Þau eiga vafalaust eftir að ná jafnmiklum vinsœldum og hin fyrri lög hennar, því Þórunni er einkar lagið að gera lög sem ná til fólksins. | ||
Föðurbæn sjómannsinsBreyta
- Þú leggur nú á hafið
- og heldur brott frá mér,
- en heilladísir vorsins
- ég bið að fylgi þér
- og mundu að djúpið dökka
- yfir hundruð hættum býr
- og huldar nornir blanda
- þar seið og ævintýr.
- En ef þú sérð þá stjörnu
- sem brosir blítt og bjart
- þá brestur kyngi seiðsins
- og myrkrið hverfur svart
- þá er pabbi heima að hugsa
- um drenginn sinn
- og hljóða bæn að flytja
- sem lýsir veginn þinn.
- (á særokið ég hlusta í húmi kvöldin löng
- í skjóli nætur syng ég þér vinarkveðju söng.)
- já kæri sonur hafið býr yfir hundrað hættum
- en mundu að pabbi flytur þér hljóða bæn.