Rafgeymir
Rafgeymir er „stór rafhlaða“ sem knýr rafmagnskerfið í bílum og öðrum vélknúnum tækjum, s.s. vinnuvélum, snjóbílum o.s.frv. Rafgeymir getur breytt efnaorku í rafmagn og hann er unnt að hlaða aftur ef hann er í góðu ásigkomulagi. Í flestum bílum og vinnuvélum er rafall sem vélin snýr og endurhleður hann rafgeyminn jafnóðum.