Rafall eða rafali eða dínamór eins og hann er stundum kallaður umbreytir vélrænni eða hreyfiorku í raforku við það að hreyfa leiðara í gegnum segulsvið.

Fyrsti rafallinn var fundinn upp af Michael Faraday árin 1831–1832, og sú gerð, Faraday hjól, býr til jafnstraum (DC). Fyrir um 1970 voru DC dínamóar notaðir í bílum, sem er framhald af þeirri tækni, en þá var farið að nota alternator tækni í bíla en alternatorar búa til riðstraum (AC). Þeir eru þó ekki notaðir í rafbíla (hvorki þarf AC né DC rafal).

Megin skipting er í DC og AC (alternatora), en báðar gerðir hafa ótal undirgerðir, og alternatorar er hægt að flokka eftir ýmsu, t.d. hversu marga fasa er hægt að fá út. Þriggja-fasa er algengt í t.d. virkjunum.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.