Rafeindahýsing

(Endurbeint frá Rafeindahvolf)

Rafeindahýsing eða rafeindaskipan er líkan úr atómfræði, sem lýsir stöðu rafeinda í frumeindum á þann hátt að þær raðast eftir sérstökum reglum á svo kölluð rafeindahvel (einnig kölluð rafeindahvolf eða rafeindasvigrúm) og undirhvolf. Innbyrðist staða rafeindanna ræðst af fjórum skammtatölum:

Eðlis- og efnafræðingar beita skammtafræði, þ.m.t. bylgjujöfnum Schrödingers, til að lýsa rafeindaskipaninni með stærðfræðilegum aðferðum. Almennt er rafeindasvigrúm túlkað sem svæði þar sem líkindi eru á að finna rafeind(ir) sem eru á hreyfingu umhverfis frumeindakjarnann.

1s, 2s, 2px,2py, and 2pz.

Til að gera grein fyrr stöðu þeirra er notaður sérstakur ritháttur, númer hvers hvolfs er ritað ásamt bókstaf sem táknar númer undirhvolf þess hvolfs, fjöldi rafeinda á því undirhvolfi er svo ritaður sem hávísir: 1s2 er lesið „tvær rafeindir á fyrsta undirhvolfi fyrsta hvolfs“ (til að tákna undirhvolfin eru bókstafirnir s, p, d, f og g notaðir, hvolf númer n er með n undirhvolf).

Jónin Cl- er með átján rafeindir sem raðast þá svona á hvolfin: 1s2 2s2 2p6 3s2 3p6 þar sem p er annað undirhvolf á gefnu hvolfi. Til styttingar má rita næsta eðalgas á undan í hornklofa og rita svo stöðu hinna rafeindanna (rafeindahýsing neons er rituð 1s2 2s2 2p6 og er upphaf allra efna sem koma í næstu lotum fyrir neðan í lotukerfinu eins og því hægt að nota þetta sem styttingu): [Ne] 3s2 3p6.

Hálffyllt eða fyllt d-undirhvolf er orkulægra heldur en þegar vantar eina rafeind upp á að það sé fyllt eða hálffyllt, og tekur það því rafeind frá næsta s-undirhvolfi.