Raðval er kosningafyrirkomulag þar sem ekki er spurt um flest atkvæði heldur flest stig sem reiknuð eru samkvæmt matsröðun kjósenda. Eru þá allir tilnefndir eða öll afbrigði máls borin upp í einu. Afbrigði hlýtur stig fyrir hvert skipti sem það er ofar öðru afbrigði í matsröð kjósanda.

Aðferðin raðval breyta

Þátttakandi sýnir raðval sitt með því að setja fram matsröð fyrir afbrigði málsins eða þá, sem eru í kjöri. Afbrigði, tvö eða fleiri, má setja í sömu stöðu. Afbrigði hlýtur stig fyrir hvert skipti, sem það er ofar öðru afbrigði í matsröð kjósanda. Ef um fjóra frambjóðendur er að velja og þeim er skipað A,B,C,D, fær A 3 stig, B 2, C 1 og D 0. 

Niðurstaða hópvalsins breyta

Niðurstaða hópvals fæst með því að reikna stig fyrir hverja matsröð og leggja þau saman.

Eiginleikar raðvals breyta

Það er auðvelt fyrir þátttakanda að kynna forgangsröð sína, þar sem hann getur beitt sér fyrir því, sem hann vill helst, þótt það kunni að vera lítils metið af öðrum, og um leið stutt það, sem hann vill næsthelst o.s.frv. án þess að spilla fyrir því, sem hann vill helst.

Raðvali er lýst rækilega í ritinu Lýðræði með raðvali og sjóðvali eftir Björn S. Stefánsson. Útskýrt er í kveri, ''Lýðræði með raðvali og sjóðvali. Leiðbeiningar'', hvernig beita má raðvali við ýmsar kringumstæður.

Tenglar breyta