Lýðræði með raðvali og sjóðvali

Lýðræði með raðvali og sjóðvali eftir Björn S. Stefánsson kom fyrst út á norsku (Demokrati med radvalg og fondsvalg) sem rannsóknarskýrsla frá stjórnmálafræðistofnun Oslóarháskóla. Það var árið 2003. Íslensku gerðina gaf Háskólaútgáfan út sama ár. [1] Síðan hefur Lýðræðissetrið gefið ritið út sem skjárit [2] [3].

Lýðræði með raðvali og sjóðvali kapa

Efni breyta

Raðval við atkvæðagreiðslu og kosningu er úrlausn á ævagömlu viðfangsefni rökfræði um það, hvernig má haga kosningu um fleiri en tvo. Bókin svarar draumsýn Colemans (stjórnmálafræði, hagfræði) um þjált fyrirkomulag við að ráða málum til lykta í líkingu við peningakerfi. Bókin tekur út viðtak Arrows um hópákvarðanir (hagfræði). Kynnt eru tök með sjóðvali við gerð fjárlaga og framkvæmdaáætlana, mótun skipulags lands og þéttbýlis og nýtingu auðlinda (hagfræði, stjórnsýslufræði, umhverfisfræði, auðlindahagfræði). Hagnýting raðvals og sjóðvals er athuguð undir því sjónarhorni félagsfræði, hvernig samfélag verður til við sameiginleg tök á málum, og, skylt því, með það meginstef mannfræði í huga, hvað viðheldur mannfélagi og endurnýjar það.



Heimildir breyta


  1. Björn S. Stefánsson (2003). Lýðræði með raðvali og sjóðvali. Háskólaútgáfan. ISBN 9979-54-547-X.
  2. Björn S. Stefánsson (2012). Lýðræði með raðvali og sjóðvali [Epub snið]. Lýðræðissetrið ehf. ISBN 978-9935-9034-0-2.
  3. Björn S. Stefánsson (2013). Lýðræði með raðvali og sjóðvali [Mobi snið]. Lýðræðissetrið ehf. ISBN 978-9935-457-05-9.