Rósagarðurinn
Rósagarðurinn eru víðáttumikil fiskimið undan suðausturströnd Íslands á Íslands-Færeyjahrygg. Rósagarðurinn er suðaustur af Hvalbak og sunnan við Rauðatorgið undan Austurlandi. Nafnið kemur frá þýskum sjómönnum sem nefndu svæðið Rosengarten. Tvennum sögum fer af nafngiftinni. Annað hvort er hún eftir rauðum kóral sem hefur komið upp með trollinu eða rauðum karfa sem veiddist þar.