Rímnadómurinn er grein eftir Jónas Hallgrímsson um Tristansrímur Sigurðar Breiðfjörðs sem birtist í tímaritinu Fjölni árið 1837. Þessi grein er talin fyrsti eiginlegi ritdómurinn á Íslandi og hafði mikið áhrif á viðhorf til rímnakveðskapar. Jónas lýsir yfir í byrjun greinar að íslenskar rímur séu flestallar þjóðinni til skammar og spilli fegurðar- og skáldskapartilfinningu manna[1]

Tilvísanir breyta

  1. Aðalsteinsdóttir, Auður (2016-02). Bókmenntagagnrýni á almannavettvangi: vald og virkni ritdóma á íslensku bókmenntasviði. Háskóli Íslands, Hugvísindasvið, Íslensku- og menningardeild. ISBN 978-9935-9260-3-6.