Réttur til að gleymast

Réttur til að gleymast er einstaklingsréttur sem upphaflega varð til í dómaframkvæmd sem hluti af persónuvernd, einkum í Suður-Evrópu. Evrópuráðið setti grein (grein 17) um þennan rétt inn í Reglugerð um almenna gagnavernd sem tók við af eldri Tilskipun um gagnavernd þann 25. maí árið 2018. Rétturinn hefur nokkrar hliðar en meginþættir hans eru annars vegar rétturinn til þess að persónugreinanlegum upplýsingum sem safnað er af gagnaveitum sé eytt þegar einstaklingur óskar þess eða þegar ekki er lengur þörf fyrir gögnin, og hins vegar rétturinn til að krefjast þess að upplýsingum sem varða fortíð einstaklings og geta skaðað orðspor hans í samtímanum sé eytt eða þær gerðar óaðgengilegar (til dæmis með því að fjarlægja þær úr leitarvélum). Rök fyrir þessu síðasta atriði eru meðal annars þau að upplýsingar sem birtast í leitarvél sýna stundum aðeins hluta máls, til dæmis ákæru en ekki síðari sýknu, og geta því gefið ranga mynd.

Sömu eða svipuð sjónarmið koma fram í ýmsum lögum sem fjalla um persónuvernd og gagnavernd utan Evrópu, til dæmis „Do Not Track“-lögum í Bandaríkjunum.

Þessi réttur hefur verið gagnrýndur fyrir að takmarka tjáningarfrelsi og fjölmiðlafrelsi.

Heimildir

breyta
  • Ambrose, Meg Leta og Ausloos, Jef (2013). „The Right to be Forgotten Across the Pond“. Journal of Information Policy 3: 1-23. ([1])

Tenglar

breyta
   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.