Réttlæting (guðfræði)
(Endurbeint frá Réttlæting af trú)
Réttlæting er í kristinni guðfræði sú athöfn guðs að gera eða lýsa syndara réttlátan fyrir guði. Hvenær, hvernig og að hve miklu leyti þetta gerist er deiluefni milli kirkjudeilda kristinna manna í Vesturkirkjunni og eitt af því sem skilur milli kaþólskra og mótmælenda.