Rétthæfi
Rétthæfi er hæfi einstaklings til þess að eiga réttindi og að geta borið skyldur. Almennt séð hefst rétthæfi viðkomandi við fæðingu og lýkur síðan við andlát. Eftir atvikum getur það hafist fyrr, til að mynda vegna löggjafar þar sem ófædd börn njóta tiltekinnar verndar, og einnig síðar í tilviki dánarbúa viðkomandi. Einstaklingur er hlýtur rétthæfi er ekki sviptur því á meðan hann er á lífi.