Réttarheimild
Réttarheimildir eru þau viðmið sem viðurkennt er að nota eigi eða megi nota sem grundvöll undir réttarreglu. Vafi getur leikið á því hvað viðurkennt er sem réttarheimild og hefur það valdið ágreiningi meðal fræðimanna hvað rétt er sé viðurkenna.
Réttarheimildir geta verið breytilegar eftir tíð og tímabilum. Er þannig gert ráð fyrir því að með breyttum tímum öðlist nýjar réttarheimildir viðurkenningu, en aðrar glati henni.
Íslenskir fræðimenn hafa löngum leitast við að afmarka réttarheimildarhugtakið.
Skilgreining Sigurðar Líndals
breytaSigurður Líndal, lagaprófessor, skilgreinir hugtakið í riti sínu Um lög og lögfræði með eftirfarandi hætti:[1]
- Réttarheimildir eru þau viðmið - gögn, sú háttsemi, þær hugmyndir og hvaðeina annað - sem almennt er viðurkennt að nota skuli eða nota megi til rökstuðnings þegar réttarreglu er slegið fastri eða hún mótuð almennt eða í ákveðnu tilviki.
Með tilvísun í gögn er átt við hlutræn atriði, s.s. lög og dóma, sem vísa má til til stuðnings réttarreglu. Með tilvísun til háttsemi er átt við venju sem hefur skapast hefur á ákveðnu sviði og telst næginlega fastmótuð og viðurkennd til að unnt sé að leggja hana til grundvallar réttarreglu. Með tilvísun til hugmynda er svo vísað til viðmiða sem hafa ekki mótast til hlítar eins og meginreglna laga, eðlis máls og almennrar réttarvitundar. Orðasambandið og hvaðeina annað vísar til þess að í tímanna rás geti nýjar réttarheimildir komið til sögunnar.
Skilgreiningin segir að réttarheimildir séu viðmið sem nota skuli eða nota megi sem stoð undir réttarreglu. Með þessu er vísað til hugmynda Sigurðar um það hvenær réttarheimildir eru bindandi og hvenær er heimilt (ekki bindandi) að nota þær. Um þetta atriði eru uppi nokkuð misjafnar skoðanir og raunar umdeilanlegt hvort að hægt sé að tala um eitthvað "val" í þessum efni.
Helstu réttarheimildir
breytaMeðal helstu réttarheimilda sem beitt hefur verið í íslenskum rétti eru:
- Settur réttur
- Venja
- Lögjöfnun
- Meginreglur laga
- Eðli máls
- Fordæmi
Tilvísanir
breyta- ↑ Sigurður Líndal. Um Lög og Lögfræði., bls 75