Þéttniskynjun

(Endurbeint frá Quorum skynjun)

Þéttniskynjun eða quorum boðmerki er innan líffræði notað um hæfi til að greina og bregðast við þéttleika í frumusamfélagi með því að hagræða genum. Sem dæmi má nefna að þéttniskynjun gerir bakteríum kleift að hamla því að ákveðin gen komi fram þegar þéttleiki fruma er mikill og það stuðlað að svipfari sem hentar best. Margar tegundir baktería nota þéttniskynjun to að samhæfa hvernig gen birtast miðað við staðbundinn þéttleika baktería. Sum félagsskordýr nota þéttniskynjun til að ákvarða hvar eigi að setja niður bú. Þéttniskynjum kann einnig að skipta máli við samskipti á milli krabbameinsfruma.

Skýringarmynd af quorum skynjun hjá gram neikvæðum bakteríum.

Þéttniskynjun skiptir máli í lífkerfum en hefur einni ýmis konar hagnýtt gildi varðandi tölvur og sjálfvirkni. Þar getur þéttniskynjun virkað eins og ferli til taka ákvarðanir í hvaða dreifstýrðu kerfi þar sem einingar hafa (a) möguleika til að finna út hver fjöldi þeirra eininga sem þær hafa samskipti við er og (b) staðlað viðbragð þegar skynjað er að ákveðnum þröskuldi í fjölda eininga hafi verið náð.

Fyrst var skýrt frá þéttniskynjun árið 1970 af Kenneth Nealson, Terry Platt og J. Woodland Hastings sem tóku eftir fyrirbærinu þegar þeir rannsökuðu lífljómun í ræktun á sjávarbakteríunni Aliivibrio fischeri. Þessi baktería myndaði ekki efnið luciferase og var þess vegna ekki fær um lífljómun - þegar byrjað var að rækta hana heldur eingöngu þegar hún hafði fjölgað sér tölvuvert og magn af bakteríum var orðið mikið.

Heimild

breyta