Sumareik

(Endurbeint frá Quercus robur)

Sumareik (fræðiheiti Quercus robur) er eikartegund sem upprunnin er í Evrópu, Kákasus og í Anatólíu. Latneska heitið robur þýðir harður viður. Sumareik er náskylt annarri eikartegund vetrareik (Quercus petraea) og vex á sömu svæðum. Sumareik þekkist frá vetrareik á því að laufin hafa mjög stuttan stilk 3-8 mm langan. Einnig er akarn sumareikur öðruvísi en akarn vetrareikur. Sumareik og vetrareik blandast oft og er blendingur þeirra þekktur sem Quercus × rosacea.

Sumareik
Quercus robur
Laufblöð og akarn (takið eftir löngum stilk akarns).
Laufblöð og akarn (takið eftir löngum stilk akarns).
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
Ættbálkur: Beykibálkur (Fagales)
Ætt: Beykiætt (Fagaceae)
Ættkvísl: Quercus
Geiri: Quercus
Tegund:
Q. robur

Tvínefni
Quercus robur
L.
Quercus robur dreifing
Quercus robur dreifing

Sumareik er stórt lauffallandi tré með gildan stofn og verður ummál stofnsins frá 4 m til 12 m. Stærsta tréð í Bretlandi er The Majesty Oak með ummál 12,2 m og fræg eik, Kaive eikin í Lettlandi er 10,2 m. Laufblöð sumareikur eru með mjög stuttum stilk og 7 -14 sm löng. Tréð blómgast á miðju vori og ávöxturinn akarnið þroskast um haustið. Akarnin eru 2 - 2,5 sm löng og eru á 3-7 sm akarnstilki með einu til fjórum akörnum á hverjum.

Á Íslandi

breyta

Lítil reynsla er af tegundinni á Íslandi en finna má nokkurra metra há tré, það hæsta á níunda metra [1]. Hægur vöxtur og haustkal eru helstu hindranir. [2].

Í tilefni 50 ára afmælis rannsóknarstöðvarinnar að Mógilsá var gróðursettur eikarskógur þar í nágrenni sumarið 2017.[3]

Tengill

breyta

Heiðmörk.is - Quercus robur

Tilvísanir

breyta
  1. Ræktar þú eik á Íslandi? Garðurinn, sótt 29. okt. 2022
  2. Eik Skógræktin. Sótt 5.9 2021
  3. Fyrsti eikarskógurinn á Íslandi: Eikur af þýskum uppruna gróðursettar á afmælishátíð Mógilsár á sunnudag[óvirkur tengill] Skogur.is, skoðað 3. sept, 2017.