Fjórvegur

(Endurbeint frá Quadrivium)

Fjórvegur (quadrivium) nefndust einu nafni fjórar af hinum „sjö frjálsu listum“ í háskólum miðalda. Greinarnar voru: tölvísi, flatarmálsfræði, stjarnfræði og sönglist.

Hinar sjö frjálsu listir.

Þessar fjórar greinar (quadrivium) voru framhaldsgreinar að loknum þríveginum (trivium). Fjórvegurinn var einnig nokkurskonar fornám ef menn ætluðu að nema heimspeki eða guðfræði.