Quad Cities
Stórborgarsvæði í Bandaríkjunum
The Quad Cities er samansafn 5 samvaxinna borga á mörkum bandarísku fylkjanna Iowa og Illinois: Davenport og Bettendorf í suðaustur-Iowa og Rock Island, Moline og East Moline í norðvestur-Illinois. Svæðið er við fljótin Mississippi-fljóts og Rock River. Á stórborgarsvæði þeirra búa um 383.000 manns.
Quad vísar til fjögurra borga en áður hét svæðið Tri-Cities. Rætt hefur um að kalla borgirnar Quint Cities en nafnið hefur ekki fest sig.
Áður en Evrópubúar komu á svæðið var þar þorpið Saukenauk, þar sem Sauk-frumbyggjar bjuggu. Meðal þeirra var höfðinginn Svarti Haukur/Black Hawk.