Prjónavél er vél sem getur prjónað úr garni á sjálfvirkan hátt. Fyrstu prjónavélarnar voru til að voru til að prjóna í hring og voru notaðar fyrir sokkaprjón.

Gömul sokkaprjónavél á Framework Knitters safninu.
Skýringarmynd af prjónavél sem prjónar í hring (sokkaprjónavél) árið 1911

Sokkaprjónavél var fyrst smíðuð af William Lee árið 1589. Sú vél var fyrsta stóra skrefin í vélvæðingu textíliðnaðar og var mikilvægur áfangi í sögu vélvæðingar í byrjun Iðnbyltingarinnar.

Fyrsta prjónavélin sem vitað er um að hafi komið til Íslands, kom til Austurlands árið 1855.[1] Prjónavélar sem notaðar voru á heimilum voru bæði hringprjónavélar og prjónavélar með sleða sem rennt var fram og til baka.

Tilvísanir

breyta
  1. Halldór Stefánsson, Þorsteinn M. Jónsson (1947-1952). Austurland I-V. Safn austfirzkra fræða.
 
Wikiorðabókin er með skilgreiningu á orðinu
   Þessi tæknigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.