Völvulykill
Völvulykill (fræðiheiti Primula waltonii) er blóm af ættkvísl lykla. Hann er nefndur eftir H. J. Walton, enskum lækni og náttúrufræðingi.
Völvulykill | ||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||
| ||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||
Primula waltonii Watt ex Balf. f. | ||||||||||||||
Samheiti | ||||||||||||||
Primula vinosa Stapf |
Lýsing
breytaIllmandi blómin eru bleik til vínrauð, bjöllulaga á 18 til 70 sm. löngum stönglum. Þau eru 7 til 30 saman. Blöðin eru í hvirfingu á stuttum vængjuðum leggjum, 3.5 til 18sm. löng og 1.2 til 4sm. breið.
Útbreiðsla og búsvæði
breytaVölvulykill er upprunninn frá Bútan og Sikkim þar sem hann vex á grasivöxnum hlíðum og við ár í 3900-5300 m. hæð yfir sjávarmáli.[1]
Ræktun
breytaAfar harðgerð og auðræktuð tegund. Sáir sér töluvert, að minnsta kosti norðanlands og á það til að mynda blendinga með öðrum tegundum Harðgerðastur lyklanna og fer hærra upp í Himalajafjöllum en nokkur annar lykill. Blómgast í ágúst til september. [2]
Tilvísanir
breyta- ↑ http://www.flowersofindia.net/catalog/slides/Walton's%20Primrose.html
- ↑ „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 25. september 2020. Sótt 26. júní 2016.
Ytri tenglar
breyta- American Primrose Society
- http://www.primulaworld.blogspot.is/
- http://www.flowersofindia.net/catalog/slides/Walton's%20Primrose.html