Pox eða pogs er leikur sem var vinsæll meðal barna og unglinga á síðasta áratugi 20. aldar. Leikurinn gengur út á að safna sem flestum pappírsskífum með myndum. Hver leikmaður safnar myndum og gengur leikurinn út á að vinna myndir af andstæðingum. Svokölluð sleggja er notuð til að kasta á myndabúnkann og sá sem nær að snúa myndum á rönguna eignast þau spjöld.

Tveir eða fleiri spila í einu og leggur hvort um sig undir ákveðinn fjölda af af poxum (pappasjöldum) sem hann staflar. Því næst er slegið eða hent með sleggju ofan á staflann í þeim tilgangi að láta poxin snúast við. Þau sem snúast við má viðkomandi leikmaður eiga.


Sérstök pox hafa verið notuð sem gjaldmiðill í flugher Bandaríkjanna. Ástæðan er sú að takmarkað er hversu mikla þyngd má fljúga með en pappírsmynt vegur minna en mynt úr málmi og var því handhæg sem skiptimynt.

Tenglar breyta

   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.