Plastbarkamálið
Plastbarkamálið er hneykslismál varðandi barkaígræðslur á Karólínska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi og víðar og vísindagreinar sem fjölluðu um aðgerðirnar. Þessar barkaígræðslur eru taldar hafa leitt til dauða sjúklinga. Einn af þeim sjúklingum sem lést var Andemariam Beyene frá Eritreu en hann var búsettur á Íslandi er hann greinist með alvarlegt krabbamein í barka árið 2009. Hann var fyrst í læknismeðferð á Íslandi en árið 2011 fór hann til Svíþjóðar þar sem græddur var í hann plastbarki. Þetta var fyrsta slíka aðgerðin í heiminum og hún var framkvæmd af ítalska lækninum Paolo Macchiarini. Íslenskur læknir tók þátt í aðgerðinni. [1][2][3]
Eftir aðgerðina birtust grein í læknaritinu Lancet þar sem því er haldið fram að aðgerðin hafi heppnast vel og allt bendi til að hún virki. Tveir íslenskir læknar voru meðhöfundar að þeirri grein. Eftir það framkvæmdi Macchiarini nokkrar barkaígræðsluaðgerðir. Margar aðgerðir heppnuðust ekki og sjúklingar létust, þar á meðal Andemariam Beyene. Nokkrir meðhöfundar Macchiarinis að vísindagreinum fóru að rannsaka vinnubrögð og greinaskrif varðandi plastbarkaígræðslur Macchiarinis og það kom fram að ýmislegt athugavert við fyrstu aðgerðina og greinina sem um hana var skrifuð. Engin sýni voru tekin til að styðja fullyrðingu um að heilbrigður frumuvefur hafi að hluta tengst hinum ígrædda plastbarka, ekki var leyfi siðanefndar fyrir aðgerðinni og sjúklingurinn ekki rannsakaður nægilega fyrir birtingu greinar.
Innan Karólínska sjúkrahússins var málið rannsakað og var niðurstaða þeirrar rannsóknar að Paolo Macchiarini hefði gefið ófullnægjandi eða rangar upplýsingar og þær niðurstöður sem hann hefði kynnt fyrir vísindaheiminum væru ekki í samræmi við læknaskýrslur.[4]
Tengill
breytaTilvísanir
breyta- ↑ Framtíð stofnfrumulækninga færist nær, Morgunblaðið, 159. tölublað (09.07.2011), Bls. 20
- ↑ Viljastyrkur sjúklinga skiptir máli, Dagblaðið Vísir - DV, 68. tölublað (15.06.2012), Bls 28
- ↑ Einstök aðgerð bjargaði lífi, Fréttablaðið, 134. tölublað (09.06.2012)
- ↑ Íslensku læknarnir ekki undir grun, Morgunblaðið, 127. tölublað (02.06.2015), Blaðsíða 15