Rafgas

(Endurbeint frá Plasmi)

Rafgas eða plasmi er algengasti efnishamur alheims, sem samanstendur úr orkumiklum hlöðnum ögnum. Rafgas er almennt kallað „fjórði efnishamurinn“ ásamt hinum þremur, sem eru þéttefni, vökvi eða gas. Sólstjörnur eru að mestu úr rafgasi, en rafgas er sjaldséð á jörðu, a.m.k. í lengri tíma, því mjög sérstakar aðstæður þarf til að það myndist, en elding er dæmi um rafgas á jörðinni.

Rafgaslampi.