Plötumerki
Plötumerki eða eyrnamerki er plast- eða álmerki sem er sett í eyru búfjár til að aðgreina það frá öðrum og svo hægt sé að sanna eignarrétt. Á eyrnamerkjum koma fram upplýsingar á borð við einstaklingsnúmer, búsnúmer, land og stundum fleiri upplýsingar. Sum plötumerki hafa innbyggða örflögu sem auðveldar aflestur með örmerkjalesara.