Pioneer-áætlunin

Röð af bandarískum ómönnuðum tungl- og plánetugeimkönnunum (1958-60; 1965-92)

Pioneer-áætlunin var röð bandarískra ómannaðra geimferða í þeim tilgangi afla upplýsinga um sólkerfið frá 1958 til 1978. Fyrsti hluti áætlunarinnar stóð frá 1958 til 1960 og var ætlað að sýna fram á að mögulegt væri að ná lausnarhraða frá jörð með geimflaug og kanna um leið tunglið. Fimm árum síðar valdi NASA Pioneer-nafnið aftur fyrir röð geimkönnunarverkefna. Fyrstu fimm geimförin (1965-1969) áttu að rannsaka geimveður og miðgeimsefni í innra sólkerfinu á braut um sólina, næstu þrjú (1972-1974) áttu að fljúga framhjá Júpíter og Satúrnusi og síðustu tvö geimförin (bæði 1978) voru send til Venusar, Pioneer Venus Orbiter á braut um plánetuna og Pioneer Venus Multiprobe með þrjú lendingarför.

Pioneer 10 í smíðum árið 1971
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.