Pinus matthewsii er útdauð tegund af barrtrjám í þallarætt. Tegundin þekkist eingöngu frá Plíósen-jarðlögum sem hafa rofnað hjá Ch’ijee’s Bluff við Porcupine River nálægt Old Crow í Júkon í Kanada.[1]

Pinus matthewsii
Tímabil steingervinga: Plíósen
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Berfrævingar (Pinophyta)
Flokkur: Barrtré (Pinopsida)
Ættbálkur: Pinales
Ætt: Þallarætt (Pinaceae)
Ættkvísl: Furur (Pinus)
Undirættkvísl: Pinus
section Trifoliae
Subsection Contortae
Tegund:
P. matthewsii

Tvínefni
Pinus matthewsii
McKown, Stockey, & Schweger, 2002

Pinus matthewsii var lýst út frá þremur steingervingum af kvenkönglum sem allir fundust við Ch’ijee’s Bluff locality, númer HH228. Þessi fundarstaður er í Bluefish Basin og talinn ein besta heimild um Plíósen og snemm-Pleistocene í norðvestur Norður-Ameríku.[1] Bluefish og hin nærliggjandi Old Crow dæld voru hluti af íslausu Beringian refugium í Norður-Ameríku, þar sem áar nútíma tegunda furu í undirdeildinni Contortae voru. Þessi undirdeild er talin hafa breiðst út frá svæðinu ("refugium") í tegundirnar P. contorta og P. banksiana. Allir könglarnir fundust í "basal "unit 1"" hluta Ch’ijee’s Bluff. Unit 1 samanstendur af sandi, möl og leir, en ar talin hafa verið skógarbotn sem hafi skyndilega lent undir árframburði.[1]

Könglarnir eru frá 3,4 til 4.4 sm að lengd og 2,8 til 3,4 sm að breidd. Þó að almennt útlit og bygging köngla P. matthewsii sé sambærileg við nútíma tegundina Pinus banksiana, þá er einnig eftirtektarverður munur. Aflangir könglar P. banksiana eru með ósamhverfðan aftursveigðan grunn, meðan að P. matthewsii er með samhverfan og egglaga. Könglum P. matthewsii og P. contorta svipar einnig saman í byggingu, hinsvegar er samsetning einkenna sem finnast í P. matthewsii hvergi finnanleg í nokkurri undirtegund P. contorta.[1]

Svipað P. contorta, þá voru fræin í P. matthewsii smá og með löngum væng.[1]

Tilvísanir

breyta
  1. 1,0 1,1 1,2 1,3 1,4 McKown, A.D.; Stockey, R.A.; Schweger, C.E. (2002). „A New Species of Pinus Subgenus Pinus Subsection Contortae From Pliocene Sediments of Ch'ijee's Bluff, Yukon Territory, Canada“ (PDF). International Journal of Plant Sciences. 163 (4): 687–697. doi:10.1086/340425. Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 21. febrúar 2008. Sótt 26. nóvember 2018.