Pinus herrerae er furutegund sem er einlend í Mexíkó. Hún verður beinvaxið tré, 30–35 m hátt og 75–100 sm í þvermál.

Pinus herrerae
Köngull Pinus herrerae.
Köngull Pinus herrerae.
Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Berfrævingar (Pinophyta)
Flokkur: Barrtré (Pinopsida)
Ættbálkur: Pinales
Ætt: Þallarætt (Pinaceae)
Ættkvísl: Furur (Pinus)
Undirættkvísl: Pinus
section Trifoliae
Subsection Australes
Tegund:
P. herrerae

Tvínefni
Pinus herrerae
Martínez

Börkurinn er þykkur, rauðbrúnn eða grábrúnn. Mjúkar barrnálarnar eru 2 til 3 saman í búnti (sjaldan 5), 10 til 20 sm in langar; og 0,7 til 0,9mm þykkar. Könglarnir eru stakir eða tveir saman, 2 til 5 sm langir, egglaga til kúlulaga, falla af árið sem þeir eru fullþroska. Fræin eru 2,5 til 5,5 mm löng með 5 til 10mm löngum væng. Hún vex í fjöllum vestur Mexíkó frá suður Guerrero og mið Micoacán til vestur Chihuahua. Nafn hennar er til heiðurs mexíkóska grasafræðingsins Alfonso Herrera.

Tilvísanir

breyta
  1. Farjon, A. (2013). Pinus herrerae. The IUCN Red List of Threatened Species. IUCN. 2013: e.T42369A2975774. doi:10.2305/IUCN.UK.2013-1.RLTS.T42369A2975774.en. Sótt 13. desember 2017.
   Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.