Pikkólína
Pikkólína er einkaritari Jóakims Aðalandar í teiknimyndablöðunum Andrés Önd. Hún birtist fyrst í sögunni The Midas Touch eftir Carl Barks, þó að þar hafi hún enn verið nafnlaus. Samkvæmt sögum eftir Don Rosa réðu systur Jóakims hana án hans vitundar árið 1909.