Gullbambus er sígrænn runni með upprétta stöngla, þó seinna lútandi. Vegna stuttra jarðstöngla myndar hún í upphafi þéttan hnaus, en breiðist svo meir út. Tegundin þolir niður að -22°C.

Gullbambus

Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Einkímblöðungar (Liliopsida)
Ættbálkur: Grasættbálkur (Poales)
Ætt: Grasaætt (Poaceae)
Undirætt: Bambusoideae
Yfirættflokkur: Bambusodae
Ættflokkur: Bambuseae
Undirættflokkur: Shibataeinae
Ættkvísl: Phyllostachys
Tegund:
P. aurea

Tvínefni
Phyllostachys aurea
Rivière & C.Rivière
Bull. Soc. Natl. Acclim. France sér. 3, 5:716, fig. 36. 1878

Lýsing breyta

Stönglarnir eru liðskiptir, holir og rúnnaðir. Ummálið er 2-5sm, bilið milli hnjánna er 15-30sm og liturinn er í byrjun grænn, en verður í sól gulflekkóttur. Blöðin eru 2-3 á hverjum hliðarsprota. Þau eru tiltölulega smá og lensulaga. Að ofan eru þau ljósgræn, en að neðan grágræn. Plantan blómstrar eftri margra ára vöxt og deyr svo eftir blómgunina.

Rótin samanstendur af jarðstönglum og þéttri trefjarót.

Hæð x breidd og árlegur vöxtur: 2,50 x 1,50 m (250 x 50 sm/ári). Lengdarvöxturinn fer eftir varmasummu fyrra árs og er meiri í upprunalandinu (allt að 4 m).

Uppruni breyta

Gullbambus er útbreiddur í fjallaskógum í héruðunum Fujian og Zhejiang í Kína. Þess utan hefur tegundin villst úr ræktun í suður BNA, Mið-Ameríku, Suður-Ameríku, Ástralíu og Nýja Sjálandi.

Tilvísanir breyta

   Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.