Pete Davidson
Bandarískur uppistandari og leikari
Peter Michael Davidson (f. 16. nóvember 1993) er bandarískur grínisti, leikari, og rithöfundur. Davidson byrjaði í uppistandi árið 2013 áður en hann var ráðinn af NBC fyrir grínþættina Saturday Night Live í átta þáttaraðir frá 2014 til 2022.
Pete Davidson | |
---|---|
Fæddur | Peter Michael Davidson 16. nóvember 1993 |
Störf |
|
Ár virkur | 2010–núverandi |
Faðir Davidson, Scott Matthew Davidson, var slökkviliðsmaður í New York sem lést við World Trade Center í hryðjuverkunum 11. september 2001. Davidson hóf ferilinn sinn með minniháttar gestahlutverkum í Brooklyn Nine-Nine, Friends of the People, Guy Code og Wild 'n Out.
Davidson hefur leikið í kvikmyndum líkt og The Suicide Squad (2021), Bodies Bodies Bodies (2022), Meet Cute (2022), Guardians of the Galaxy Vol. 3 (2023) og Fast X (2023).