Persaflóastríðin
aðgreiningarsíða á Wikipediu
Á seinni hluta 20. aldar og fyrri hluta þeirrar 21. hafa verið háð fimm stríð[1] í nágrenni Persaflóa. Á Íslandi hefur eitt þessara stríða (1990-1991) einnig verið nefnt Flóabardagi líkt og sjóorrusta sem fram fór á Húnaflóa á Sturlungaöld.
- Stríð Írak og Íran (1980-1988) Stríð milli Írak og Íran.
- Persaflóastríðið (1990-1991) Stríð milli Íraka og bandalags ríkja undir forystu Bandaríkjanna í kjölfarið á innrás Íraka í Kuwait. Eyðimerkurstormsaðgerðin.
- Efnahagsþvinganir á Írak (1991-2003)
- Innrásin í Írak 2003 (2003) Innrás Bandaríkjanna í Írak vorið 2003. Markmiðið var að finna og eyða gjöreyðingarvopnum Íraka. Bandaríkjamenn lýstu yfir sigri þremur mánuðum eftir innrásina, en gjöreyðingarvopnin fundust aldrei.
- Arabíska vorið, uppgangur ISIS og stríðið í Sýrlandi (2011-)
Þetta er aðgreiningarsíða sem inniheldur tengla á ólíkar merkingar þessa orðs. Sjá allar greinar sem byrja á Persaflóastríðin.
- ↑ Mið-Austurlönd. Mál og menning. 2018. bls. 281–319. ISBN 978-9979-3-3683-9.