Hjólataxi
(Endurbeint frá Pedicabs)
Hjólataxi er fótknúið þríhjól til að flytja fólk gegn greiðslu. Slík farartæki eru algeng í Asíu og Afríku og kallast þar pedicabs. Slík farartæki eru einnig oft í boði að hjóla með ferðamenn um miðbæ evrópskra borga.
Björn Þorsteinsson, sagnfræðingur, fór til Peking árið 1957 og lýsir þessum farartækjum svo:
- Athygli okkar beinist mjög að mönnum á heljarmiklum þríhjólum ýmist með farþegaskýli eða varningsgrind að aftan. Menn þessir tróðu marvaða oft hálfstrípaðir með fjallháa hlaða af kössum og skrani fyrir aftan sig, makindalega farþega i aftursætinu eða fjölda smábarna í búri. Þetta eru leigubifreiðar hins Nýja Kína, og nefnast farartækin pedicabs á kínverskri ensku, en reiðmennirnir peðkappar á íslenzku. Fyrir byltinguna eða frelsunina eins og Kínverjar orða það, beittu menn náunganum fyrir vagna í Miðríkinu og þeystu á þeim um stræti borga. Slík manneyki nefndust jin-riki-sha eða rickshaw, sem mun tákna mannknúinn vagn. [1]
Myndasafn
breyta-
Indónesískur hjólataxi sem kallast Bajaj
-
Skólanemendur í Indlandi við hjólataxa árið 2007
-
Skólanemendur farþegar í hjólataxa 2005
-
Nútíma hjólataxi í Berlín 2007