Pasja

stjórnsýslutitill í Tyrkjaveldi háttsetta landstjóra og herforingja á 14. og 20. öld
(Endurbeint frá Pasha)

Pasja (ottómantyrkneska: پاشا‎, tyrkneska: paşa; úr persnesku pādšā (padisja) persneska: پادشا‎) er titill sem var notaður í Tyrkjaveldi yfir háttsetta landstjóra, herforingja og aðra merkismenn. Pasja var opinbert virðingarheiti, svipað og titillinn sir í Bretlandi. Í Tyrkjaveldi voru þrír flokkar pasja: fyrsti flokkur mátti bera merki með þremur töglum, annar með tveimur og þriðji með einu. Í Egyptalandi fyrir stofnun lýðveldis var pasja titill þjóðhöfðingja, sérstaklega eftir að Múhameð Alí af Egyptalandi gerði landið sjálfstætt í reynd.

Múhameð Alí pasja
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.