PRINCE2
(Endurbeint frá PRojects IN a Controlled Environment)
PRINCE2 eða PRojects IN a Controlled Environment er aðferðafræði fyrir verkefnastjórnun. Aðferðin byggir á aðferðafræðinni PRINCE sem upphaflega var þróuð árið 1989 af tölvumiðstöð breska ríkisins CCTA. Upphaflega var PRINCE ætlað að vera stöðluð aðferðafræði við stjórnun verkefna á sviði upplýsingatækni en fljótlega var farið að nota hana fyrir önnur verkefni líka. PRINCE2 kom síðan út árið 1996 sem almenn verkefnastjórnunaraðferð. PRINCE2 er skráð vörumerki í eigu innkaupastofnunar breska ríkisins, Office of Government Commerce (OGC).