Pómelóna, pommeló eða matróna[1] (fræðiheiti: Citrus maxima eða Citrus grandis) er náttúruleg tegund (þ.e.a.s. ekki blendingur) sítrusávaxta sem líta út eins og stórt greipaldin. Pómelónur eru upprunnar frá Suður og Suðaustur Asíu.

Pómelóna

Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
Undirflokkur: Rosidae
Ættbálkur: Sápuberjaættbálkur (Sapindales)
Ætt: Glóaldinætt (Rutaceae)
Ættkvísl: Sítrus (Citrus)
Tegund:
C. maxima

Tvínefni
Citrus maxima
Merr.

Lýsing og nytjar

breyta
 
Nærmynd af blaðstöngli

Ávöxturinn er yfirleitt fölgrænn eða gulur þegar hann er þroskaður, með sætt hvítt (eða sjaldnar, bleikt að rautt) hold og þykkt innra hýði. Þetta er stór sítrusávöxtur 15-25sm í ummáli,[2] yfirleitt um 1-2 kíló. Blaðleggur er greinilega vængjaður.

Ávöxturinn bragðast sem sætt, milt greipaldin (sem er blendingur pómelónu og appelsínu[3]), þó að dæmigerð pómelóna sé mun stærri en greipaldin. Það hefur ekkert eða mjög lítið af biturleika greipaldins, en himnurnar eru mjög bitrar og er yfirleitt hent. Hýðið er stundum notað í marmelaði auk annars. Pómelónutréð er yfirleitt ágrætt á aðra sítrusávexti, en hægt er að rækta af fræi svo lengi sem fræið nær ekki að þorna fyrir sáningu.

Ávöxturinn er sagður hafa verið fluttur til Japan af Kantonesískum skipstjóra í An'ei tímabilinu (1772–1781).[4] Það eru tvær gerðir: sæt með hvítu holdi og súrt með bleikleitu holdi, það seinna er líklegra til að vera notað sem altarisskraut en vera étið. Pómelónur eru oft borðaðar í Asíu í tengslum við mið-haust hátíðir eða mánaköku hátíðinni.

 
Hold

Millivirkun við lyf

breyta

Sum lyf geta milliverkað hættulega við pómelónuna og suma pómelónublendinga eins og greipaldin, sumar límónur og beiskar appelsínur.[5]

Afbrigði

breyta

Blendingar

breyta

Pómelónan er ein fjögurra upprunalegra sítrustegunda (hinar eru sítrónur, mandarínur og papeda), af hverjum hinar ræktuðu "tegundir" eru komnar. Einkanlega eru appelsínur og grapealdin talin hafa komið fram sem náttúrulegir blendingar milli pómelónunnar og mandarínunnar, þar sem pómelónan hefur gefið meiri stærð og þéttleika.

Afkvæmi pómelónunnar eru eftirfarandi:

  • Appelsínur (Citrus × sinensis) eru pomelo × mandarínur
  • Límóna (Citrus × aurantium) er annar pomelo × mandarínu blendingur
  • Tangelo eru allir blendingar milli Citrus maxima og tangerína. Það er yfirleitt með þykkara hýði en tangerína og minna sætt.
    • 'K–Early' ('Sunrise Tangelo')[6]
  • Grapealdin er náttúrulegur blendingur af pomelo × appelsínum. Grapealdinið er sjálft foreldri margra blendinga:
    • 'Minneola': Bowen grapealdin × Dancy tangerína[6]
    • 'Orlando' (áður Take'): Bowen grapealdin × Dancy tangerína(frjóberi)[6]
    • 'Nova': Klementínu × Orlando tangelo blendingur[6]
    • 'Seminole': Bowen grapealdin × Dancy tangerína[6]
    • 'Thornton': tangerína × grapealdin, ótilgreint[6]
    • 'Ávöxturinn Ugli': mandarínur × grapealdin, líklega sjálfsprottinn[6]
  • Oroblanco og Melogold grapealdin eru blendingar á milli Citrus maxima og grapealdins.
  • Mandelos: pomelo × mandarína (Citrus maxima).
  • Hyuganatsu er pomeloblendingur

Myndir

breyta

Tilvísanir

breyta
  1. Orðabanki Íslenskrar málstöðvar: „pomelo“.
  2. Growing the granddaddy of grapefruit, SFGate.com, December 25, 2004
  3. „Grapefruit“. NewCROP. Purdue-háskóli. Sótt 12. maí 2012.
  4. „阿久根市: 観光・特産品(ボンタン)“. City.akune.kagoshima.jp. Afrit af upprunalegu geymt þann 19. nóvember 2011. Sótt 7. janúar 2012.
  5. Grapefruit–medication interactions: Forbidden fruit or avoidable consequences? CMAJ March 5, 2013 vol. 185 no. 4 First published November 26, 2012, doi: 10.1503/cmaj.120951 David G. Bailey, George Dresser, J. Malcolm O. Arnold, [1]
  6. 6,0 6,1 6,2 6,3 6,4 6,5 6,6 Morton, J. 1987. Tangelo. p. 158–160. In: Fruits of warm climates. Julia F. Morton, Miami, FL. http://www.hort.purdue.edu/newcrop/morton/tangelo.html

Tenglar

breyta