Pólskt slot
gjaldmiðill Póllands
Pólskt slot[1] (pólska: polski złoty) er gjaldmiðill Póllands. Eitt slot skiptist í 100 groszy (eintala: grosz). Orðið złoty merkir „gullinn“ á pólsku.
Pólskt slot Polski złoty | |
---|---|
Land | Pólland |
Skiptist í | 100 groszy |
ISO 4217-kóði | PLN |
Skammstöfun | zł / gr |
Mynt | 1, 2, 5, 10, 20, 50 gr, 1, 2, 5 zł |
Seðlar | 10, 20, 50, 100, 200, 500 zł |
Pólland er skuldbundið því að taka upp evruna á einhverjum tímapunkti, samkvæmt skilyrðum aðildar að Evrópusambandinu. Pólland varð aðildaríki Evrópusambandsins árið 2004 og síðan þá tíma hefur verið rætt um að Pólland yrði meðlimur evrusvæðisins.
Vegna verðbólgu á tíunda áratugnum varð slotið endurmetið og frá og með 1. janúar 1995 jafngildu 10.000 gömul slot (PLZ) einu nýju sloti (PLN).
Heimild
breyta- ↑ „Íslensk gjaldmiðlaheiti“. Sótt 15. maí 2012.