Pólýfónkórinn og Sinfóníuhljómsveit Íslands – Efni af tónleikum 1984 og 1988

Pólýfónkórinn - 50 years Celebration of life with Music er tvöfaldur geisladiskur gefinn út af Pólýfónkórnum[1] árið 2008. Um er að ræða upptökur frá afmælistónleikum Pólýfónkórsins 10. nóvember 1988 og frá vortónleikum kórsins 10. maí 1984. Tónleikarnir 1988 voru síðustu tónleikar Pólýfónkórsins.

Pólýfónkórinn - 50 years Celebration of Life with Music
POL 015-016
FlytjandiPólýfónkórinn, Sinfóníuhljómsveit Íslands
Gefin útOktóber 2008
StefnaKlassík
ÚtgefandiPólýfónkórinn - Pólýfónfélagið

Með kórnum leikur Sinfóníuhljómsveit Íslands en stjórnandi er Ingólfur Guðbrandsson. Kórfélagar voru 101 á tónleikunum 1988 og hljómsveitarmeðlimir 82.

Einsöngvarar voru ítölsku söngvararnir Denia Mazzola, Claudia Clarich, Paolo Barbacini og Carlo de Bortoli (1984) og íslensku söngvararnir Elísabet F. Eiríksdóttir, Elísabet Erlingsdóttir, Sigríður Ella Magnúsdóttir, Gunnar Guðbjörnsson og Kristinn Sigmundsson (1988).

Upptaka: Ríkisútvarpið. Upptökumenn: Bjarni Rúnar Bjarnason, Hreinn Valdimarsson og Þórir Steingrímsson. Endurvinnsla af hálfu Ríkisútvarpsins: Georg Magnússon.

Lagalisti

breyta

Diskur 1 - hljóðritun af hljómleikum í Háskólabíói 10. nóvember 1988:

  • Marienvesper, upphaf og niðurlag - Höfundur: C. Monteverdi (1567-1643) - Tóndæmi.
  • Magnificat - Höfundur: J. S. Bach (1685-1750) - Tóndæmi.
  • Te Deum - Höfundur: G. Verdi (1813-1901)
  • Fangakórinn úr Nabucco - Höfundur: G. Verdi (1813-1901) - Tóndæmi.
  • Carmen, Habanera - Höfundur: G. Bizet (1838-1875)
  • Carmen, Blómaarían - Höfundur: G. Bizet (1838-1875)
  • Kvartett úr Stabat Mater - Höfundur: G. Rossini (1792-1868) - Tóndæmi.


Diskur 2 - hljóðritun af hljómleikum í Háskólabíói 10. maí 1984 og í nóvember 1988 (Carmina Burana):

  • Stabat Mater - Höfundur: G. Rossini (1792-1868)
  • Carmina Burana, stytt útgáfa - Höfundur: C. Orff (1895-1982) - Tóndæmi - O Fortuna.

Tilvísanir

breyta
  1. Pólýfónfélagið gaf út plötur kórsins frá stofnun félagsins árið 2006.