Póláta
Póláta (fræðiheiti: Calanus hyperboreus) er svifdýr af ættbálki krabbaflóa og ætt Calanidae. Pólátan heldur sig, líkt og nafnið gefur til kynna, á norðurslóðum í kaldari sjó. Rauðátan (Calanus finmarchicus) sem er náskyld pólátunni finnst mun víðar enda algengasta svifdýrið. Pólátan finnst, líkt og flest svifdýr, ofarlega á miðsævinu eða á um 50-500m dýpi.
Póláta | ||||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Póláta
| ||||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||||
| ||||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||||
Calanus hyperboreus Krøyer, 1838 |
Stærð og útlit
breytaLíkami Pólátunnar er nánast allur glær í gegn en fálmarar hennar, munnur og sporður eru rauð. Fálmarar eru jafnlangir eða lengri en líkaminn. Eggjastærð hennar er um 0.21 mm. Heildarlengd kvenkyns Pólátu er 6-8 mm og er karlinn oftast örlítið smærri. Póláta sem þrífst í heitari sjó er smærri en þær sem lifa í kaldari sjó. Það er enginn teljanlegur munur á útliti eða fjölda tanna á milli kynja. Í eðlilegum fullorðnum einstaklingi er munnurinn mjög sambærilegur munni Rauðátunnar (C. finmarchicus). Pólátan er stærst krabbaflóa sem finnast í norður-atlantshafi en sem dæmi eru Rauðátan um 4 mm að lengd og Ísátan (Calanus glacialis) um 3-5,5mm að lengd. Pólátan er einnig talsvert næringarríkari en Rauðátan. Pólátan inniheldur þannig 1-1,8 mg lípíð en sem dæmi inniheldur Rauðátan einungis 0,04-0,08 mg.
Fæða
breytaFæða pólátunnar er fjölbreytt, smæðarinnar vegna er þó frekar takmarkað hvað hún getur étið. Hennar helsta fæða eru svifþörungar og einfrömungar. Pólátan notar fálmara og munnlimi til að sía fæðu úr sjónum. Pólátan safnar fitubirgðum yfir sumarið sem vetrarforða, en fæðuframboð er lítið í köldum sjó að vetri.
Lífshættir og útbreiðsla
breytaLífslíkur pólátu eru 3-5 ár eftir fæðuframboði. Miklar árstíðarbundnar sveiflur eiga sér stað hjá pólátunni. Lífmassi sveiflast á milli árstíða en er mestur að sumri, þegar fæðuframboð er mikið. Útbreiðsla Pólátunnar nær allt frá norðuheimskautinu niður í Maine-flóa. Við Ísland finnst hún helst á úthafssvæðunum norður og norðaustur af landinu. Á veturna finnst hún mest neðan við 500m dýpi.
Hrygning
breytaKvendýrið hrygnir á veturna og notar til þess fitubirgðir frá fyrra ári. Stærðin á hverri hrygningu fer mikið eftir stærð pólátunnar en hún hrygnir oftast um 100-200 eggjum í einu og samtals yfir 1000 eggjum á hverju hrygningartímabili. Kvendýrið fer á grynningar og hrygnir á um 200-500m dýpi. Möguleiki er fyrir hana að hrygna nokkur ár í röð, sum sjávardýr geta einungis hrygnt einu sinni á lífsleiðinni.
Lítill lífmassi í rannsóknarleiðangri 90' og 91'
breytaMagn og dreifing átu voru könnuð í tveimur sitthvorum sniðum í rannsóknarleiðangri árin 1990 og 1991, annars vegar nyrst í Íslandshafi (Grænlands- og Jan Mayen snið) og í Grænlandssundi. Átunni var safnað með Bongo-háfum með stórum möskvum á mikilli dýpt til að safna stærri dýrum en venjulega. Möskvastærðin í sýnatökunum var 500 µm og var háfunum slakað niður á 100 m dýpi. Niðurstöður voru á þá leið að fjöldi og magn átu var meiri á Grænlands og Jan Mayen sniðinu heldur en í Grænlandssunds-sniðinu. Krabbaflær voru langalgengustu dýrin sem komu úr sýnatökunum og af þeim var 70% þeirra Rauðáta, 10% Pseudocalanus spp, 10% Metridia longa og einungis 3% Póláta.
Heimildir
breyta„Species Card of Copepod: Calanus hyperboreus“. Sótt 10. september 2019.
„Calanus hyperboreus Krøyer, 1838“. Sótt 12. september 2019.
„Calanus hyperboreus“. Sótt 13. september 2019.
„Sjór, lífríki og fiskistofnar á olíuleitarsvæðinu við Jan Mayen“ (PDF). Sótt 13. september 2019.