Páskalilja
Páskalilja (Narcissus pseudonarcissus) er tegund með uppruna í Evrópu sem vex náttúrlega víða um Miðjarðarhaf og svo langt norður sem til Englands og Þýskalands. Eins og búast má við af stóru og fjölbreyttu útbreiðslusvæði er henni skift í fjölda undirtegunda og afbrigða sem sum hver hafa verið talin sjálfstæðar tegundir. Ættkvíslinni Narcissus var gefið nafn af Linné, leitt af narco, sem merkir að deyfa og vísar til ilmsins frá plöntunni. Hún blómgast í mars - apríl og tekur af því nafn. Mun blómið vera nokkuð eitrað og safinn frá henni húðertandi [1]. Laukurinn inniheldur oxalsýraoxalsýrusölt, sem geta kallað fram sár þegar laukurinn er handleikinn. Allir hlutar plöntunar innihalda eitruð lektín (lycorine), einkum laukurinn.
Narcissus pseudonarcissus | ||||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Narcissus pseudonarcissus
| ||||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||||
| ||||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||||
Narcissus pseudonarcissus L. | ||||||||||||||||
Samheiti | ||||||||||||||||
Listi
|
Tenglar
breytaTilvísanir
breyta- ↑ Páskaliljum verði haldið fjarri matvælum Rúv.is, skoðað 11. apríl 2021