Flæðiþrýstingur
(Endurbeint frá Osmótískur þrýstingur)
Flæðiþrýstingur (eða osmótískur þrýstingur) er sá lágmarksþrýstingur sem þarf að beita á vökvalausn til þess að leysirinn (vanalega vatn) flæði ekki yfir hálfgegndræpa himnu. Þessi þrýstingur myndast vegna himnuflæðis, vatn sækir í meiri efnisstyrk í gegnum hálfgegndræpa himnu.