Skjaldarmerki Póllands

(Endurbeint frá Orzeł Biały)

Skjaldarmerki Póllands (pólska: Orzeł Biały) samanstendur af hvítum erni með gylltum goggi, með gylltri kórónu, á rauðum skildi. Útlít skjaldarmerkisins er tilgreint í stjórnarskrá Póllands og í sérstökum lögum varðandi þjóðartákn Póllands.

Skjaldarmerki Póllands

Örninn var fyrst tekinn upp sem tákn Pólverja meðan á Bolesław 1. (992–1025) var ríkjandi. Stílfærða útlit arnarins var umdeilt og talið var að maður gæti ekki greint hvers konar fugl hann var. Frá 12. öld var örninn birtur á skjöldum, fánum, myntum og innsiglum Píastanna. Hann var birtur fyrst á skjaldarmerki Pólverja meðan á Przemysł 2. var ríkjandi, áður en Pólland var brotið upp.

Form arnarins hefur breyst í gegnum árin en núverandi hönnunin var teiknuð árið 1927. Skjöldurinn sjálfur hefur líka breyst með tíma. Undir Pólsk-litáíska samveldinu var skildinum skipt í fernt og örninn var einn margra tákna sem birtur var á skildinum.

Tengt efni

breyta
   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.