Fáni Póllands samanstendur af tveimur röndum, sú efri er hvít en sú neðri er rauð. Þessir tveir litir eru tilgreindir í stjórnarskrá Póllands sem þjóðlitir Pólverja. Afbrigði fánans með skjaldarmerkinu er líka til er það má eingöngu nota erlendis og til sjós.

Fáni Póllands

Þjóðlitirnir voru teknir opinberlega upp árið 1831. Þeir eiga uppruna sinn í skjaldarmerkjafræði og eiga rætur að rekja til lita skjaldarmerkis Pólsk-litháíska samveldisins. Á skjaldarmerki þessu voru hvíti örn Póllands og hvítur riddari á hestbaki með rauðum skildi. Þjóðfáninn var formlega tekinn í notkun árið 1919. Frá 2004 hefur verið haldið upp á pólska fánadaginn á 2. maí.

Fánanum er varanlega flaggað á byggingum hæstu stjórnvalda Póllands, t.d. á þinghúsinu og forsetahöllinni. Aðrar stofnanir og margir venjulegir Pólverjar flagga fánanum á þjóðhátiðum og öðrum hátíðum sem eru mikilvægar í Póllandi.

Það eru til tveir aðrir fánar sem líta svipað út og sá pólski: fáni Indónesíu og fáni Mónakó. Á báðum þessum fánum er rauða röndin efst og hvíta röndin neðst.

Tengt efni

breyta
   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.