Ortóklas er kalífeldspat frumsteind sem finnst í súru bergi.

Ortóklas

Lýsing

breyta

Oftast nær gráhvítt eða ljósrautt í graníti en glært í líparíti.

  • Efnasamsetning: KAlSi3O8
  • Kristalgerð: Mónóklín, tríklín
  • Harka: 6-6½
  • Eðlisþyngd: 2,61-2,76
  • Kleyfni: Góð

Útbreiðsla

breyta

Stórir kristallar finnast í göngum umhverfis graníthleifa þar sem kristöllun hefur átt sér stað í kvikugufum eða kvikuvessum sem granítkvikan gaf frá sér þegar hún var að kólna.

Notkun

breyta

Ortóklas hefur verið unnið með úr námum og notað í glergerð, postulín og leirkeragerð.

Heimildir

breyta