Frumsteindir er flokkur steinda sem kristallast úr bergkviku eða falla út úr kvikuvessum um leið og bergið verður til. Síðsteindir verða hins vegar til í bergi löngu eftir að bergið sjálft myndast.

Frumsteindir flokkast í kvars, feldspat, pýroxen, ólivín. Einnig eru glimmer og hornblendi en þau finnast í storkubergi þegar vatn er bundið í kristölunum.