Olympia (Washington)

(Endurbeint frá Olympia, Washington)

Olympia er höfuðborg Washingtonfylkis Bandaríkjanna. Borgin er 100 km suðvestur af Seattle, stærstu borg fylkisins. Mannfjöldi er um 50.000 manns (2015). Byggð myndaðist upp úr 1850 og fékk borgin nafn eftir Ólympíufjöllum sem eru vestur af borginni.

Olympia.

Heimild

breyta

Fyrirmynd greinarinnar var „Olympia, Washington“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 7. feb. 2017.