Olive Bray (f. 17. júní 1878, d. 15. nóvember 1909) var enskur þýðandi í London. Foreldrar hennar voru Sir Reginald More Bray (1842-1923) hæstiréttardómari og skáldsagnahöfundurinn Emily Octavia Bray. Hún lærði við King's College London en ein bekkjarsystir hennar var Virginia Woolf. Hún er hvað þekktust fyrir þýðingarnar sínar en lítið er vitað um ævi hennar. Þýðing hennar á eddukvæðum (The Elder or Poetic Edda: Commonly Known As Sæmund's Edda) kom út 1908 en myndirnar í bókinni teiknaði Íslandsvinurinn W.G. Collingwood.